Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 16. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: „Eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund"
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net: Óli Stefán Flóventsson, Hjörtur Hjartarson og Baldur Sigurðsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net: Óli Stefán Flóventsson, Hjörtur Hjartarson og Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
149 þingfulltrúar mættu á árþsing KSÍ um síðustu helgi.
149 þingfulltrúar mættu á árþsing KSÍ um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eftir ársþing KSÍ í vikunni hafa kröftugar umræður farið fram um það hvort breyta eigi atkvæðisrétti félaga á þinginu. Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, sagði meðal annars að félög í neðri deildunum sem hafa ekki yngri flokka eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ.

Sjá einnig:
Vill að ákveðin félög í neðri deildum fái ekki atkvæðisrétt
Lárus: Viðar talar á niðrandi hátt og af töluverðri vanþekkingu
Hagsmunasamtök neðrideildarfélaga senda yfirlýsingu

Málið var til umræðu í sjónvarpsþætti Fótbolta.net en gestir vikunnar þar voru Baldur Sigurðsson, Hjörtur Hjartarson og Óli Stefán Flóventsson.

„Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Mér fannst þetta viðtal við Viðar vera frekar hlægilegt. Þetta er lýðræði og þetta er fyrirkomulag sem hefur verið til staðar," sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, en hann var á meðal gesta í þættinum.

„Að sjálfsögðu á 4. deildin að vera með í þessari kosningu. Þú spilar eftir reglunum sem eru í gangi hverju sinni. Allir vissu að svona var atkvæðisskiptingin. Þeirra frambjóðandi tapaði og síðan kemur hann í viðtal, þetta var eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund Framsóknarflokksins þegar hann sagði að það hefði komið rútur af mönnum sem hann hefði ekki séð áður. Þetta var svipað. Það vissu allir hvernig reglurnar eru og þú spilar eftir þeim."

Hjörtur og Óli telja að það megi skoða einhverskonar breytingar á reglunum. „Það eiga allir að hafa atkvæðisrétt sem eru inni í KSÍ. Svo er spurning hvort félög sem eru með yngri flokka starf og meistaraflokkslið karla og kvenna eigi að vera með meira vægi. Kannski ættu þau félög að fá fimm atkvæði," sagði Óli Stefán.

„Það er allt í lagi að skoða þetta aðeins. Liðin í efstu deild hafa 48 atkvæði samtals og síðan er restin í deildunum fyrir neðan. Neðri deildarliðin áttuðu sig á því að sameinuð gætu þau haft áhrif og þau höfðu sín áhrif með að Guðni vann. Hann var þeirra frambjóðandi," sagði Hjörtur.

„Á lið, sem er 15-20 strákar, að leika sér í 4. deild, að hafa áhrif á stefnu á KSÍ? Strákar sem hafa engra hagsmuna að gæta og er nánast eins og eitthvað fyrirtækjalið sem hittist í hádeginu í fótbolta. Ég er ekki sammála því að taka af þeim atkvæðisréttinn en mér finnst valid punktur að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að hafa svona mikil áhrif," bætti Hjörtur við.

Hér að ofan má horfa á umræðuna í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner