Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mán 13. febrúar 2017 16:57
Magnús Már Einarsson
Vill að ákveðin félög í neðri deildum fái ekki atkvæðisrétt
Viðar Halldórsson.
Viðar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segir að félög í neðri deildunum á Íslandi eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ ef þau eru ekki með barna og unglingastarf.

„Ef ég réði því einn, þá væru þau ekki með atkvæðisrétt. Ég ræð því bara ekki einn, sem betur fer," sagði Viðar í viðtali í Akraborginni

„Það er fullt af frábærum félögum sem eru í neðri deildunum og eru með barna og unglingastarf karla og kvenna og eiga eitt atkvæði. Ég set hins vegar stórt spurningamerki við, það sem maður kallar kannski bumbubolta, að þau félög séu að hafa áhrif á stefnu Knattspyrnusambands Íslands. Mér finnst það vera óeðlilegt."

„Ég vil að það verði skoðað að það verði forsenda þess að þú hafir atkvæðisrétt að þú hafir barna og unglingastarf í karla og kvennaflokki. Ég vona að ný laganefnd skoði þetta. Þetta tekur auðvitað allt tíma og það verður að bíða eftir að sjá niðurstöður þeirra nefndar."

Guðni Bergsson var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi sambandsins um helgina. Guðni fékk 83 atkvæði en Björn Einarsson fékk 66 atkvæði. FH-ingar studdu Björn í baráttunni en Guðni hafði betur á endanum.

„Hvort að Guðni eða Björn var formaður er ekki aðalatriðið. Þetta eru báðir frábærir drengir og ég efast ekki um að Guðni mun standa sig frábærlega. Við þurfum bara að hafa þetta í þokkalegu lagi. Eftir fimm ár gætu verið 60-70 svona lið. Ég tala nú ekki um ef þau fá allt frítt."

Félög í Pepsi-deild karla hafa fjögur atkvæði á ársþinginu á meðan félög í 4. deild hafa eitt atkvæði. Mörg félög í 4. deild kusu Guðna um helgina.

„Menn hafa verið að rýna í þetta og telja þetta vera orsökina fyrir því að Guðni fékk fleiri atkvæði. Þá er spurningamerki hvað er grasrót? Þessi neðstu deildar félög, eins og þau eru á Íslandi í dag, eru ekki grasrót. Í tveimur neðstu deildunum eru 40 og eitthvað lið sem hafa tilkynnt þátttöku í ár. 30 þeirra eru án barna og unglingastarfs og án kvennastarfs. Þetta eru hópar manna sem hafa tekið sig saman og vilja spila fótbolta í meistaraflokki karla. Það kalla ég ekki grasrót," sagði Viðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner