Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 14. febrúar 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Lárus: Viðar talar á niðrandi hátt og af töluverðri vanþekkingu
Lárus Guðmundsson.
Lárus Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Lárus Guðmundsson, formaður KFG í 3. deild og stjórnarmaður í hagsmunasamtökum neðri deildar félaga, hefur sent frá sér yfirlýsingu.

Þar svarar hann Viðari Halldórssyni, formanni aðalstjórnar FH, sem sagði í viðtali í Akraborginni í gær að félög í neðri deildunum sem hafa ekki yngri flokka eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ.

Sjá einnig:
Vill að ákveðin félög í neðri deildum fái ekki atkvæðisrétt

Yfirlýsing Lárusar:
Vegna viðtals við Viðar Halldórsson í Akraborginni sem þið vitnið í, þá verð ég að koma á framfæri athugasemdum. Mér finnst það skjóta skökku við að Viðar skuli nota tækifærið eftir KSÍ þing og hnýta í neðrideildarliðin og þá sérstaklega 4. deildarliðin. Viðar mætti til atkvæðagreiðslu á KSÍ þingi með eiginkonu sína sér við hlið. Eiginkonan bar nafnspjald og var merkt sem fulltrúi 4. deildarliðs ÍH. Eftir því sem best er vitað, er engin tenging eiginkonu Viðars Halldórssonar við ÍH önnur er sú að eiginkona Viðars og ÍH eru bæði með lögheimili í Hafnarfirði. Viðari virtist ekki mislíka það að eiginkonan gengi til atkvæða sem fulltrúi 4. deildarliðs ÍH og nýtti þar með atkvæðarétt 4. deildarliðsins. Ekki truflaði það Viðar á þessum tímapunkti að ÍH er ekki með barna og unglingastarf.

Menn eiga að fara varlega í það að gagnrýna það starf sem fram fer í neðrideildunum, en mörg neðrideildarlið lið sinna mikilvægu uppeldishlutverki. t.a.m. eru í mörgum bæjarfélögum afar mannmörg 2. flokks lið og þegar drengirnir ganga upp úr 2. flokki eiga þeir möguleika á því að ganga til liðs við þessi systrafélög. Við hjá 3. deildar liði KFG í Garðabæ höfum átt í góðu samstarfi við Stjörnuna og leikmanna hópur okkar byggir að mestu leyti á leikmönnum úr grasrótar starfi Stjörnunnar. Vissulega er mismikil vinna og metnaður að baki hinna fjölmörgu neðrideildarfélaga, en sum liðanna er leikið hafa í 1. deildinni á undanförnu árum hafa farið í gegnum allar deildir og það án þess að vera með barna og unglingastarf. Viðar talar einfaldlega á niðrandi hátt um starf neðrideildarliða og af töluverðri vanþekkingu.
Athugasemdir
banner