Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. febrúar 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ógnvekjandi leikmannahópur Brasilíu kynntur
Mynd: Getty Images
Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, er búinn að staðfesta fimmtán nöfn sem hann mun taka með á HM í Rússlandi í sumar.

Brasilía gjörsamlega rúllaði upp undankeppninni og endaði á toppi Suður-Ameríku riðilsins, með tíu stigum meira en Úrúgvæ í öðru og þrettán stigum meira en Argentína í þriðja.

Tite nefnir fjóra leikmenn PSG í hópinn sinn, tvo frá Real Madrid, tvo frá Barcelona og tvo frá Manchester City.

Ljóst er að Brasilía er með einn af bestu leikmannahópum mótsins og enn á eftir að kynna síðustu átta leikmennina sem fara með.

Þar eru menn á borð við Ederson, Alex Sandro, Danilo, Filipe Luis, David Luiz, Rafinha, Fabinho, Douglas Costa, Hulk og margir fleiri sem bíða örvæntingafullir eftir að lokahópurinn verði staðfestur í vor.

Markvörður:
Alisson (Roma)

Varnarmenn:
Dani Alves (PSG)
Marquinhos (PSG)
Miranda (Inter)
Marcelo (Real Madrid)
Thiago Silva (PSG)

Miðjumenn:
Casemiro (Real Madrid)
Renato Augusto (Beijing Guoan)
Paulinho (Barcelona)
Fernandinho (Man City)
Willian (Chelsea)

Sóknarmenn:
Coutinho (Barcelona)
Neymar (PSG)
Gabriel Jesus (Man City)
Roberto Firmino (Liverpool)
Athugasemdir
banner
banner