Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 16. ágúst 2017 10:15
Elvar Geir Magnússon
Böddi löpp: Notum kannski svipað leikplan og ÍBV gerði gegn okkur
Böddi löpp í bikarúrslitaleiknum.
Böddi löpp í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH leika gegn Braga frá Portúgal í umspili fyrir Evrópudeildina en fyrri viðureignin verður í Kaplakrika klukkan 17:45 á fimmtudaginn.

Líkurnar eru allar með Braga en liðið er að mestu skipað portúgölskum og brasilískum leikmönnum.

Fótbolti.net ræddi við Böðvar Böðvarsson, bakvörð FH-inga, og byrjaði á að spyrja hann hvernig hafi gengið að koma tapinu gegn ÍBV í bikarúrslitunum síðasta laugardag úr kerfinu.

„Ég er enn mjög pirraður en það verður allt gleymt á fimmtudaginn. Þetta var mjög sárt. Það pirrar okkur mest að við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik. Við vorum ömurlegir í fyrri hálfleik, ég man ekki eftir að hafa spilað leik með FH þar sem allt liðið er svona lélegt frá fyrstu til síðustu mínútu fyrri hálfleiksins," sagði Böðvar á æfingu FH-inga.

Ljóst er að FH þarf að sýna miklu betri frammistöðu gegn Braga á fimmtudaginn til að halda sér inn í því einvígi fyrir seinni leikinn.

„Við höfum staðið okkur vel í Evrópukeppninni og kunnum að verjast. Við gerum lítið að því á Íslandi enda liggja flest liðin til baka gegn okkur. Það er öðruvísi leikplan hjá okkur á fimmtudaginn, kannski svipað plan og ÍBV gerði gegn okkur."

Böddi segist hafa trú á því að FH geti komið á óvart gegn Braga.

„Þetta er það fallega við fótboltann. Þetta eru bara tveir leikir. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið. Við þurfum að passa upp á að þeir skori ekki hérna enda er útivallamarkareglan ömurleg. Ef við höldum þeim í núllinu hér hef ég fulla trú á því að við getum farið áfram," segir Böðvar.

„Ef við vinnum er það stærsta skref sem félagslið hefur tekið á Íslandi. Við munum leggja allt í sölurnar til að ná því."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner