Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 16. október 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bo Henriksen: Íslendingar of dýrir ef þeir spila svona
Bo Henriksen og Gunnar Sigurðsson fagna sigri hjá Fram árið 2005.
Bo Henriksen og Gunnar Sigurðsson fagna sigri hjá Fram árið 2005.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Danski framherjinn Bo Henriksen spilaði með Fram, Val og ÍBV 2005 og 2006.

Bo þjálfar í dag Horsens í dönsku B-deildinni en hann kíkti til Íslands í vikunni til að lýsa leik U21 árs landsliðsins gegn Dönum í danska sjónvarpinu. Fótbolti.net ræddi við Bo á Laugardalsvelli fyrir leikinn.

,,Ég elska Ísland, fólkið hérna, menninguna og andrúmsloftið," sagði Bo við Fótbolta.net í fyrradag.

,,Ég á vini hér og var að kaupa leikmann frá KR. Ég veit hvað er að gerast í íslensku deildinni og það er gaman að sjá að íslenskur fótbolti er á þeim stall sem hann á að vera. Það er ótrúlegt hvað þú getur gert með svona lítið af fólki."

Spenntur fyrir Kjartani Henry
Kjartan Henry Finnbogason kom til Horsens í ágúst og Bo er spenntur að sjá hann spila með liðinu.

,,Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan að hann kom. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli í baki. Hann er frábær leikmaður og ég hlakka til að sjá hann í fullu fjöri. Hann getur gert magnaða hluti. Hann er frábær leikmaður og hann á eftir að skora mikið fyrir okkur," sagði Bo sem hefur fylgst lengi með Kjartani.

,,Ég sá leiki með honum í sjónvarpinu og vinir mínir hérna eru að njósna fyrir mig. Við höfðum fylgst með honum í 6-7 mánuði til að sjá hvernig hann væri eftir meiðslin í fyrra. Við vitum hvað hann getur gert."

Bo vonast til að fá fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni en hann hefur þó áhyggjur af of góðum árangri íslenska landsliðsins. ,,Vonandi, ef ég get það. Það er erfitt ef þeir standa sig svona vel. Þá verða þeir of dýrir," sagði Bo léttur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner