Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. október 2017 17:32
Elvar Geir Magnússon
Dortmund kallar Jadon Sancho úr HM U17
Jadon Sancho er spanndi leikmaður.
Jadon Sancho er spanndi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund hefur ákveðið að kalla Englendinginn Jadon Sancho úr HM U17 landsliða. Forráðamenn enska landsliðsins eru ekki sáttir við að missa Sancho.

Sancho, sem var í herbúðum Manchester City áður en hann fór til Dortmund, hefur verið stjarna enska liðsins á mótinu. Hann hefur skorað þrívegis og átt tvær stoðsendingar en England vann alla leiki sína í riðlakeppninni og komst í úrslitakeppnina.

Þessi 17 ára strákur verður ekki með Englandi í leik gegn Japan í 16-liða úrslitum.

Dortmund hyggst nota Sancho í aðallið sitt í komandi verkefnum en hann hefur enn ekki leikið fyrir aðallið þýska liðsins.

„Hann elskar að spila fyrir England og það eru vonbrigði fyrir hann og okkur að hann geti ekki klárað mótið með okkur. Dortmund hlýtur að hafa hann í byrjunarliðinu um næstu helgi því annars sé ég ekki ástæðu til að taka leikmann úr heimsmeistaramóti," segir Steve Cooper, landsliðsþjálfari U17 hjá Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner