Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 16. nóvember 2014 16:39
Arnar Geir Halldórsson
Alexander Aron í Fjarðabyggð (Staðfest)
Alexander hrifinn af treyju Fjarðabyggðar
Alexander hrifinn af treyju Fjarðabyggðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð er byrjað að undirbúa sig fyrir átökin í 1.deild næsta sumar og fengu liðsstyrk í dag.

Alexander Aron Davorsson er 23 ára sóknarmaður sem kemur frá Aftureldingu en hann skoraði 17 mörk í 22 leikjum síðasta sumar og var valinn leikmaður ársins hjá liðinu.

Hann var næstmarkahæsti leikmaður 2.deildar en sá markahæsti kom einmitt úr röðum Fjarðabyggðar, Brynjar Jónasson

Alexander á alls 123 leiki að baki í neðri deildunum og hefur skorað í þeim 39 mörk en auk Aftureldingar hefur hann spilað með Hvíta Riddaranum og Leikni Fáskrúðsfirði.


Athugasemdir
banner
banner