Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 17. febrúar 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane sneri uppá ökkla - Líklega hvíldur í bikarnum
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino segir að Harry Kane hafi snúið upp á ökkla í 2-2 jafntefli Tottenham gegn Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Kane verður því líklega hvíldur þegar Tottenham mætir Rochdale í 16-liða úrslitum enska bikarsins á sunnudaginn.

Kane minnkaði muninn fyrir Tottenham í fyrri hálfleik og var staðan 2-1 í leikhlé, eftir að Gonzalo Higuain brenndi af vítaspyrnu.

Kane sneri uppá ökklann í síðari hálfleik en gat klárað leikinn. Fernando Llorente mun taka hans stað í byrjunarliðinu gegn Rochdale.

„Harry varð fyrir smávægilegum meiðslum. Það er góður möguleiki að Fernando (Llorente) byrji í hans stað. Það er verið að skoða Harry (Kane), við erum að bíða eftir niðurstöðum," sagði Pochettino.

„Ef hann er tæpur þá fær hann kannski að spila síðustu tuttugu mínúturnar. Við höfum ekki áhyggjur að hann missi af fleiri leikjum."
Athugasemdir
banner