Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. mars 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðbrögð Defoe við landsliðskallinu - „Þekki engan Gareth"
Defoe er kominn aftur í enska landsliðshópinn.
Defoe er kominn aftur í enska landsliðshópinn.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, sóknarmaður Sunderland, hefur verið valinn í enska landsliðshópinn, en fjögur ár eru síðan hann spilaði síðast landsleik.

Defoe hefur verið í góðum gír með Sunderland á þessu tímabili og skorað fjórtán mörk.

Að Defoe skyldi vera kallaður upp í enska landsliðið kom kannski ekki mörgum á óvart, en sjálfur segist hann hafa verið hissa.

„Á Iphone séðu ekki öll skilaboð, þú sérð bara nafnið. (Ég hugsaði með mér) Gareth? Ég þekki engan Gareth, hver er þetta?" sagði Defoe eftir að hafa fengið skilaboð frá landsliðsþjálfaranum, Gareth Southgate.

„Ég setti símann minn niður og svo leit ég á hann og þar stóð, ‘Hæ Jermain, þetta er Gareth Southgate. Má ég hringja í þig?‘"

Hér að neðan má sjá brot úr viðtali við Defoe.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner