Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. mars 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Næsta tímabil verður betra
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er vongóður um framtíð félagsins, þrátt fyrir að þetta tímabil hafi ekki farið eins vel og vonast var til áður en það hófst.

Man City var slegið út í 16-liða úrslitum Meistardeildarinnar af Mónakó eftir 3-1 tap í Frakklandi í vikunni.

Undir stjórn Guardiola hefur City líka valdið vonbrigðum heima fyrir. Tíu stig eru í topplið Chelsea þegar 11 leikir eru eftir í deildinni.

„Á næsta eina og hálfa mánuðinum býst ég við stóru skrefi fram á við. Félagið er að verða betra og betra. Næsta tímabil verður betra," sagði Guardiola.

Talað hefur verið um að Guardiola ætli að hreinsa verulega til í leikmannahópi City í sumar.

„Ég hef heyrt að fólk sé að skrifa um að ég muni skipta út 12 eða 13 leikmönnum. Það er ómögulegt," sagði Guardiola.

„Við munum reyna að styrkja liðið."
Athugasemdir
banner
banner