Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 17. mars 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric: Tottenham getur orðið meistari í framtíðinni
Modric er fyrrum leikmaður Tottenham.
Modric er fyrrum leikmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn snjalli Luka Modric segir að Tottenham hafi allt sem til þarf til þess að vinna ensku úrvalsdeildina í framtíðinni.

Modric, sem er í dag á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid, spilaði með Tottenham frá 2008 til 2012 áður en hann fór svo til Madrídarborgar.

„Ég held að Tottenham sé að þróast í rétta átt, þeir eru að gera vel á hverju ári og eru að verða betri á hverju ári," sagði Modric.

„Núna eru þeir alvöru keppinautar um titilinn, kannski ekki á þessu ári, en ef þeir halda áfram að stefna í rétta átt, þá geta þeir vonandi unnið ensku úrvalsdeildina í framtíðinni."

Tottenham er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Chelsea. Lundúnarfélagið heimsækir Southampton á sunnudaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner