Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fim 17. apríl 2014 16:07
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry: Náðum að þjappa hópinn vel úti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum nýkomnir frá Spáni svo þetta var svona „slap in the face", sagði Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, eftir 3-1 sigur á Fylki í snjókomunni á KR-velli í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Kjartan kom inn sem varamaður í leiknum í dag og skoraði þriðja mark KR-inga.

„Við kláruðum þetta kannski fagmannlega. Við vorum orðnir nokkuð kaldir í lokin en sigldum þessu heim. Það voru margir sem fengu að taka þátt og það er fínt á þessum tíma."

Kjartan segir að ferðin til Spánar hafi verið mjög góð.

„Hún var frábær. Frábærar aðstæður og við vorum heppnir með veður. Við náðum að æfa vel og það eru allir frekar sprækir. Það er leiðinlegt að vera kominn heim en á sama tíma er tilhlökkun fyrir því að spila á grasi."

„Við náðum að þjappa hópinn vel úti. Þessir nýju fengu að syngja fyrir okkur og aðrir að dansa. Þessir menn sem hafa komið hafa smellpassað og það hefur verið bætt í þau skörð sem þurfti."

Kjartan fór í aðgerð á hné fyrir áramót en er allur að koma til.

„Ég hefði viljað vera kominn aðeins lengra í endurkomunni en þetta er ekki besta gras í heimi og það er álag á hnéð og alla liði. Ég tók mestmegnis þátt í öllu úti og leið bara vel. Ég er nokkuð bjartsýnn," sagði Kjartan.

Má ekki búast við því að KR verði spáð efsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar?

„Það kæmi mér ekkert á óvart. Við ætlum að reyna að taka þátt í því. Það eru mörg flott lið.."

KR mun mæta FH í undanúrslitum á mánudaginn en viðtalið við Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner