Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. apríl 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Carrick, Rojo, Jones og Blind ekki með gegn Chelsea
Carrick spilar ekki gegn Chelsea.
Carrick spilar ekki gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick, Marcos Rojo, Phil Jones, Daley Blind og Jonny Evans verða allir fjarri góðu gamni hjá Manchester United á morgun þegar liðið heimsækir topplið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United er í þriðja sæti á svaka skriði en leikurinn á morgun verður 16:30.

Evans er enn í leikbanni en hinir eru á meiðslalistanum. Luke Shaw er þó tilbúinn í slaginn og getur spilað.

Miðjumaðurinn Carrick fór meiddur af velli í lok 4-2 sigursins gegn Manchester City um síðustu helgi en hann hefur verið afar mikilvægur fyrir United og átti stórleik í grannaslagnum.

Þessar fréttir minnka bjartsýni stuðningsmanna United fyrir þennan leik. Luke Shaw verður líklega í vinstri bakverðinum og Paddy McNair með Chris Smalling í hjarta varnarinnar.

Louis van Gaal sagði á fréttamannafundi í dag að meiðslin gætu gert það að verkum að Wayne Rooney yrði aftur settur á miðjuna í leiknum á morgun.

„Þetta er mjög slæm staða og ég hef ekki marga kosti varnarlega," segir Van Gaal.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner