Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. maí 2016 11:10
Magnús Már Einarsson
EM hópur Spánverja: Costa, Mata og Torres ekki valdir
Torres skoraði sigurmarkið þegar Spánn vann EM 2012.  Hann fer ekki með á EM í ár.
Torres skoraði sigurmarkið þegar Spánn vann EM 2012. Hann fer ekki með á EM í ár.
Mynd: Getty Images
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur valið 25 manna hóp fyrir EM í sumar.

Del Bosque mun fækka um tvo leikmenn í hópnum fyrir mótið en Spánverjar leika þar í D-riðli með Króatíu, Tyrklandi og Tékklandi

Ekkert pláss er fyrir framherjana Diego Costa og Fernando Torres í hópnum en hinn 35 ára gamli Aritz Aduriz hjá Athletc Bilbao er hins vegar valinn.

Juan Mata, leikmaður Manchester United, er ekki í hópnum og heldur ekki Javi Martinez hjá Bayern og Santi Cazorla leikmaður Arsenal.

Markverðir: Iker Casillas (Porto), David De Gea (Manchester United), Sergio Rico (Sevilla)

Varnarmenn: Jordi Alba, Gerard Pique, Marc Bartra (allir Barcelona), Sergio Ramos, Dani Carvajal (Real Madrid), Cesar Azpilicueta (Chelsea), Juanfran (Atletico Madrid)

Miðjumenn: Sergio Busquets, Andres Iniesta (báðir Barcelona), David Silva (Manchester City), Mikel San Jose (Athletic Bilbao), Koke, Saul Niguez (báðir Atletico Madrid), Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern Munich), Isco (Real Madrid), Bruno Soriano (Villarreal)

Framherjar: Pedro Rodriguez (Chelsea), Alvaro Morata (Juventus), Aritz Aduriz (Athletic Bilbao), Nolito (Celta Vigo), Lucas Vazquez (Real Madrid)
Athugasemdir
banner
banner
banner