Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. október 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
David Moyes til í slaginn aftur
David Moyes, fyrrum stjóri Everton og Man Utd.
David Moyes, fyrrum stjóri Everton og Man Utd.
Mynd: Getty Images
David Moyes segist vera tilbúinn að snúa aftur í bransann eftir misheppnaðan starfsferil sem knattspyrnustjóri Manchester United.

„Ég er tilbúinn að snúa aftur. Ég hef notið frítímans en nú bíð ég eftir rétta starfinu," segir Moyes í viðtali við BBC en hann var rekinn eftir innan við tíu mánuði í starfinu.

Skotinn telur að hann geti leiðrétt orðsporið og þaggað niður gagnrýnisraddirnar.

„Ég er gríðarlega metnaðarfullur og vonast til þess að næsta félag sem ég fer til muni gefa mér tækifæri til að byggja upp lið."

Það er forgangsatriði hjá Moyes að fá starf í enska boltanum en útilokar ekki að fara út fyrir landsteinana.

„Það eru margir sem hafa haft samband og spurt mig hvort ég hafi áhuga. Félögin sem hafa haft samband hafa þó ekki hentað mér að mínu viti," segir Moyes.
Athugasemdir
banner