Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. október 2014 19:30
Elvar Geir Magnússon
Upphitun: SkjárSport sýnir Bayern - Bremen á morgun
Alonso og Pep Guardiola.
Alonso og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
SkjárSport sýnir leik Bayern München og Werder Bremen í þýsku Bundesligunni í beinni útsendingu á morgun klukkan 13:30. Bayern er ósigrað á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Hoffenheim og Gladbach.

Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Werder Bremen sem er í botnsætinu með aðeins fjögur stig og erfitt að sjá liðið fá eitthvað á Allianz Arena þar sem Bayern er með fullt hús það sem af er tímabili.

Bremen hefur mistekist að halda marki sínu hreinu á tímabilinu. Liðið hefur fengið á sig 15 mörk í síðustu þremur deildarleikjum gegn Bayern á útivelli.

Xabi Alonso, leikmaður Bayern, telur að liðið eigi bara eftir að verða betra sem eftir því sem líður á tímabilið.

„Þegar þú spilar fyrir Bayern þá berstu um allt. Við höfum gert þetta vel hingað til en viljum halda áfram að bæta okkur," segir Alonso.

Bayern verður án spænska landsliðsmannsins Thiago Alcantara sem er enn og aftur kominn á meiðslalistann. Hann er að glíma við meiðsli á hné í fimmta sinn á 14 mánuðum en Franck Ribery gæti verið með en hann hefur jafnað sig af meiðslum.

Markvörðurinn Pepe Reina er kominn á meiðslalistann og fær þar félagsskap Bastian Schweinsteiger og Holger Badstuber.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Kr. Sovetov 25 11 6 8 43 35 +8 39
6 Spartak 25 11 6 8 34 29 +5 39
7 CSKA 25 9 11 5 44 33 +11 38
8 Rostov 25 10 7 8 37 38 -1 37
9 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 25 6 8 11 19 28 -9 26
13 Akhmat Groznyi 25 7 5 13 24 37 -13 26
14 Ural 25 6 6 13 24 39 -15 24
15 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
16 Sochi 25 4 7 14 26 40 -14 19
Athugasemdir
banner
banner
banner