Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 17. október 2017 17:35
Elvar Geir Magnússon
Ívar Örn: Hausverkur fyrir Óla og Bjössa
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson gekk í dag í raðir Valsmanna frá Víkingi Reykjavík. Ívar skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

„Ég heyrði fyrst af alvöru áhuga í gær og svo fór allt á fullt í dag og þetta kláraðist á stuttum tíma. Ég var að horfa til þess að breyta um umhverfi á ferlinum og fara í meiri samkeppni," segir Ívar.

Ívar er vinstri bakvörður og fer í alvöru samkeppni við hinn reynslumikla Bjarna Ólaf Eiríksson sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar.

„Bjarni er frábær leikmaður og það virðist ekkert vera að hægjast á honum þrátt fyrir aldurinn. Samkeppni er af hinu góða og þetta er skrefið sem ég þarf að taka. Góð lið vilja hafa mikið af möguleikum."

Ívar ætti að gefa Völsurum meiri vídd og gæti hann spilað sem vængbakvörður í 3-5-2 sem dæmi.

„Það er hausverkur fyrir Óla og Bjössa að ákveða það. En það er möguleiki og það er gott að geta brugðist við mismunandi stöðum með mismunandi lausnum."

Ívar segir að sér hafi liðið vel í Víkingi innan vallar og utan og það hafi ekki verið auðvelt að kveðja Víkingana.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner