Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. janúar 2018 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Silva: Richarlison og Doucoure ekki til sölu
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Watford, er harður á því að lykilmenn félagsins verði ekki seldir í janúarglugganum.

Watford byrjaði tímabilið afar vel en gott gengi tók að dala þegar haust varð að vetri og er félagið sem stendur um miðja deild, sex stigum frá fallbaráttunni.

Richarlison og Abdoulaye Doucoure hafa verið í lykilhlutverki hjá Watford og hafa verið orðaðir sterklega við Arsenal og Chelsea.

„Ég endurtek það sem ég hef sagt áður í glugganum. Bestu leikmenn liðsins eru ekki á förum í janúar. Stjórn félagsins er búin að staðfesta það," sagði Silva á fréttamannafundi í dag.

„Það væri fáránlegt að selja leikmenn núna, sérstaklega með öll þessi meiðsli. Við viljum bæta hópinn á næstu vikum, ekki þynna hann. Við höfum enn tíma áður en glugginn lokar."

Watford heimsækir Leicester á sunnudaginn og verður án Isaac Success, Craig Cathcart, Nathaniel Chalobah, Will Hughes, Kiko Femenia, Younes Kaboul og Miguel Britos vegna meiðsla. Þá er Tom Cleverley tæpur.
Athugasemdir
banner
banner
banner