Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. apríl 2015 06:00
Fótbolti.net
Stuðningsmenn Aston Villa hittast á Ölveri á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Undanúrslitaleikirnir í enska bikarnum verða leiknir um helgina og er spennan mikil hjá stuðningsmönnum þeirra fjögurra liða sem verða í eldlínunni.

Aston Villa klúbburinn á Íslandi "Viking Villains" og aðrir Villa menn ætla að mæla sér mót á Ölveri í Glæsibæ á morgun sunnudag.

Þá mætir Aston Villa liði Liverpool en flautað verður til leiks klukkan 14:00.

„Þetta er tilvalið tækifæri fyrir stuðningsmenn Aston Villa að hittast og lyfta glösum. Vonandi mun gleðin magnast eftir því sem á leik líður og enda í brjáluðum fagnaðarlátum rétt fyrir klukkan 16," segir Helgi Már Bjarnason, stuðningsmaður Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner