Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júní 2017 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Allt brjálaðist í Kína - Oscar sökudólgurinn
Læti í kringum Oscar.
Læti í kringum Oscar.
Mynd: Getty Images
Oscar, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Shanghai SIPG í Kína, var greinilega eitthvað pirraður þegar Shanghai mætti Guangzhou R&F í kínversku ofurdeildinni í dag.

Rétt áður en fyrri hálfleiknum lauk tók Oscar reiði sína út á andstæðingnum, en hann sparkaði boltanum viljandi í tvo leikmenn Guangzhou áður en allt sauð upp úr.

Það gjörsamlega sauð allt upp úr og það mynduðust rosaleg slagsmál. Það komu allir og tóku þátt í troðningnum.

Leikmenn úr báðum liðum fengu rautt spjald, en Oscar hélt sér á einhvern hátt inni á vellinum.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en Oscar lagði upp mark sinna manna fyrir landa sinn, Hulk.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu umrædda.



Athugasemdir
banner
banner
banner