Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki vítaspyrna í ensku úrvalsdeildinni"
Mynd: Getty Images
England fékk í kvöld á sig vítaspyrnu sem var að margra mati ódýr. Enskir sparkspekingar voru flestir hverjir mjög ósáttir við dóminn.

Hendi Kyle Walker, varnarmanns Englands, fór í andlitið á leikmanni Túnis sem féll til jarðar.

Dómarinn hikaði ekki og fékk Túnis vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Sem betur fer fyrir England skoraði Harry Kane í uppbótartíma og tryggði þeim sigurinn.

Eftir leikinn sagði Walker um vítaspyrnudóminn:

„Í ensku úrvalsdeildinni hefði þetta örugglega ekki verið brot, en á HM var þetta brot."

Á vef RÚV má sjá myndband af atvikinu. Það kemur eftir 1:23 í myndbandinu.

Sjá einnig:
HM: Fyrirliðinn tryggði Englandi sigur á síðustu stundu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner