Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Króatar læra af Íslendingum fyrir baráttuna við Messi
Icelandair
Messi komst lítið áleiðis gegn Íslandi.
Messi komst lítið áleiðis gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Dejan Lovren segir að Króatar óttist ekkert fyrir leik sinn við Argentínu á fimmtudag.

Króatía er efst í D-riðli HM í Rússlandi eftir sigur á Nígería í fyrsta leik. Í sama riðli gerðu Ísland og Argentína jafntefli.

Lionel Messi átti ekki góðan leik gegn Íslandi og lét hann þá Hannes Þór Halldórsson verja vítspyrnu frá sér. Íslenska liðið gerði vel í því að stöðva Messi í leiknum í Moskvu og Lovren segir að Króatar geti lært af Íslendingum í þeim efnum.

„Þeir (Argentína) eru með einn besta leikmann í heimi, mögulega þann besta í Messi en Íslendingar stóðu sig frábærlega og sýndu hvernig á að verjast gegn honum."

„Þú getur ekki stoppað hann með einum leikmanni, þú verður að verjast sem lið eins og Ísland gerði," sagði Lovren að sögn Liverpool Echo.

Króatar munu væntanlega fara yfir nokkur myndbönd úr leik Íslands og Argentínu og sjá hvernig íslenska liðið stöðvaði Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner