Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 13:21
Elvar Geir Magnússon
Marta um úrslit Íslands: Kannski eigum við ekki að vera hissa
Icelandair
Marta í leik með Brasilíu á Laugardalsvelli.
Marta í leik með Brasilíu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hin brasilíska Marta, sem fimm sinnum hefur verið valin besta fótboltakona heims, fjallar um HM í fótbolta fyrir Guardian.

Hún segir að leikur Íslands og Argentínu hafi verið einn áhugaverðasti fótboltaleikurinn á HM hingað til.

„Félagar okkar í Suður-Ameríku voru mun sigurstranglegri fyrir leikinn en enn og aftur náði Ísland að halda af mótherjum sínum og gefa ekki mörg færi á sér," segir Marta um leikinn.

„Þá náði Ísland að skapa vandamál fyrir vörn Argentínu. Það er magnað að Ísland, í sínum fyrsta HM leik í sögunni, hafi náð að taka stig af Lionel Messi og félögum en það sýnir hvað vinnusemi og gott skipulag getur fært þér í fótboltanum."

„Kannski eigum við ekki að vera hissa. Í fyrsta leik Íslands á EM 2016, þeirra fyrsta stórmóti í sögunni, var mótherjinn einnig lið með risastjörnu - og náði jafntefli. Þá gegn Portúgal í Saint-Etienne. Þeir lentu einnig undir í þeim leik en gáfust ekki upp og hófu mótið á því að fá stig.

„Í báðum leikjum var taktíkin keimlík, vel skipulagður varnarleikur og reynt að særa andstæðinginn með skyndisóknum og föstum leikatriðum. Það virðist þó vera að liðið hafi meiri fjölbreytni núna en fyrir tveimur árum. Það verður spennandi að sjá hversu langt þetta lið getur farið. Það sem fyrstu leikir mótsins hafa sýnt okkur er að þeir sigurstranglegri geta ekki gengið að neinu vísu á HM."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner