Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 18. ágúst 2017 20:36
Egill Sigfússon
Sigurpáll Melberg: Ég virði stigið
Fyrirliðinn Sigurpáll Melberg skoraði fyrsta mark Frammara í kvöld.
Fyrirliðinn Sigurpáll Melberg skoraði fyrsta mark Frammara í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammarar sóttu eitt stig á Þórsvöll í dag í 4 marka leik.
Sigurpáll Melberg fyrirliði Fram segist vera sáttur með stigið en er ósáttur við mörkin sem þeir fengu á sig.

„Ég er aðallega ekki sáttur með þessi mörk sem við fáum á okkur. Við fáum tvö mörk á okkur þar sem þeir ná að senda inní teig og ná að pota honum inn. Auðvitað vill maður alltaf vinna en ég er svosem sáttur með stigið, ég virði það."

Það var lítið sem ekkert í gangi hjá Fram í þessum leik, en þeir ná að skora tvö mörk og sækja stig norður. Sigurpáll segir að veðrið hafi gert það erfitt að ná upp góðu spili í þessum leik.

„Vindurinn og veðrið spilaði svolítið inní, við vorum að spila á móti vind í seinni hálfleik og við áttum erfitt með að finna spilið, vorum oft að setja boltann uppí vindinn og það var ekki að gagnast okkur vel."

Sigurpáll mokaði boltanum inn í fyrsta marki Fram en vallarþulurinn á Þórsvelli sagði að Guðmundur Magnússon hefði skorað fyrsta markið. Sigurpáll segist hafa skorað þetta mark og fór eftir viðtalið til að athuga hvort dómarinn skráði það ekki örugglega á hann.

„Vissulega setti ég hann inn en ég veit ekki hvað dómarinn skráði niður."

Pedro Hipólító tók við Fram liðinu fyrr í sumar og byrjaði mjög illa, þeir eru hinsvegar taplausir núna 4 leiki í röð og segir Sigurpáll að liðið sé að slipast til núna og búið að læra betur á þessa áherslur Pedro.

„Ég vil svolítið meina að þetta hafi byrjað sem pre-season þegar hann tekur við, hann kemur með sínar áherslur inn og nátturulega öðruvísi en Ási var með. Við erum bara búnir að vera vinna okkur í gegnum það, við erum að læra og það tekur allt saman tíma. Núna finnst mér vera mikill stígandi í liðinu og það sýnir sig leik eftir leik.

Sigurpáll segist vera bjartsýnn á framhaldið hjá Fram, þeir ætli að klára tímabilið með sæmd.

„Núna erum við taplausir í fjórum eða fimm leikjum og þetta lýtur ágætlega út. Við ætlum bara að halda dampi og klára þetta tímabil með dampi, gera það eins og menn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner