Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heiður og Veronika með nýja samninga við ÍA
 Magnús Guðmundsson formaður, Heiður, Veronica Líf og Þórður Þórðarson þjáfari meistaraflokks kvenna.
Magnús Guðmundsson formaður, Heiður, Veronica Líf og Þórður Þórðarson þjáfari meistaraflokks kvenna.
Mynd: ÍA
Heiður Heimisdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir hafa báðar gert samning við ÍA í eitt ár og verða því áfram með liðinu í Pepsi-deild kvenna næsta sumar.

Heiður sem er 22ja ára framherji lék 15 leiki í sumar og skoraði í þeim 4 mörk, en hún hefur leikið alls 41 leik fyrir ÍA og skorað í þeim 20 mörk.

Veronica Líf er 18 ára efnilegur kantmaður sem leikið hefur 15 leiki með meistaraflokki, en hún lék einnig 6 leiki með 2.flokki og gerði í þeim 3 mörk.

„Félagið óskar stelpunum til hamingju með samninginn og bindur miklar vonir við þær í framhaldinu," segir í tilkynningu félagsins.

ÍA vann sér sæti í Pepsi-deildinni að nýju í haust eftir eitt ár í 1. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner