Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. janúar 2015 18:23
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Ný varnarlína
SkjárSport sýnir leikinn í beinni
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada i seinni vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum en leikið verður í Orlando. Gerðar eru átta breytingar frá byrjunarliðinu frá síðasta leik en leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma og verður sýndir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Ögmundur Kristinsson

Haukar Heiðar Hauksson
Hallgrímur Jónasson (f)
Jón Guðni Fjóluson
Hörður Árnason

Rúrik Gíslason
Guðmundur Þórarinsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson

Hólmbert Aron Friðjónsson
Jón Daði Böðvarsson

Eins og venjan er í vináttulandsleikjum þá eru leyfðar sex innáskiptingar hjá hvoru liði.

Nokkuð miklar breytingar eru á liðinu frá 2-1 sigrinum á föstudag en til að mynda er Ögmundur Kristinsson í markinu og Hallgrímur Jónasson, sem er fyrirliði, er í miðverðinum með Jóni Guðna Fjólusyni. Hörður Árnason byrjar í vinstri bakverðinum í sínum fyrsta A-landsleik.
Athugasemdir
banner
banner