Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. janúar 2015 12:11
Magnús Már Einarsson
Harry Redknapp heldur áfram með QPR
,,Ég fer ekki neitt!
,,Ég fer ekki neitt!"
Mynd: Getty Images
Tony Fernandes, eigandi QPR, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann blæs á sögusagnir þess efnis að knattspyrnustjórinn Harry Redknapp sé valtur í sessi.

QPR er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og orðrómur hefur verið um að hann sé við það að missa starfið. Fernandes neitar því.

,,Mér fannst vera kominn tími á að enda allar sögusagnir svo allir geti einbeitt sér að áskoruninni sem er framundan," sagði Fernandes í yfirlýsingunni.

,,Ég tel að Harry sé besti maðurinn til að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í."

,,Við vitum að við þurfum að bæta árangur okkar á útivelli og Harry, þjálfaraliðið og leikmennirnir munu reyna allt til að gera betur þar. Þetta er mjög jöfn deild og við munum gera okkar besta til að styrkja hópinn til að eiga eins góða möguleika og hægt er."

Athugasemdir
banner
banner
banner