Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. janúar 2015 12:24
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Silfurskeiðarinnar 
Jeppe Hansen á leið í Stjörnuna
Jeppe fagnar marki í fyrrasumar.
Jeppe fagnar marki í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Jeppe Hansen er á leið í Stjörnuna á nýjan leik en þetta kemur fram á heimasíðu Silfurskeiðarinnar.

Jeppe lék með Stjörnunni fyrri hlutann á síðasta tímabili áður en hann gekk í raðir Fredericia í dönsku B-deildinni.

Stjarnan og Fredericia eru við það að ljúka samkomulagi um kaup á Jeppe en leikmaðurinn mun semja við Stjörnuna til tveggja ára að undangenginni læknisskoðun.

Hinn 25 ára gamli Jeppe skoraði sex mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar áður en hann fór aftur til Danmerkur.

Eftir að Jeppe fór frá Stjörnunni í júlí í fyrra kom landi hans Rolf Toft til Garðbæinga. Rolf samdi á dögunum við Víking og mun leika með þeim í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner