Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Ronaldo er frá öðru sólkerfi
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo byrjaði tímabilið ekki vel og var gagnrýndur fyrir að skora lítið af mörkum fyrir áramót.

Mörkin hafa ekki látið standa á sér eftir áramót og er Portúgalinn búinn að gera 21 mark í 11 leikjum á árinu.

Hann skoraði fjögur í 6-3 sigri Real gegn Girona í gærkvöldi og var Zinedine Zidane himinlifandi með frammistöðu stórstjörnunnar.

„Það er satt, Cristiano kemur frá öðru sólkerfi. Hann er ótrúlegur," sagði Zidane við Real Madrid TV eftir fernuna.

„Það fylgir honum mikil jákvæðni og orka. Leikmenn finna fyrir orkunni hans og þrífast á henni."

Zidane segist vona að markaskorun Ronaldo haldi áfram og bendir á að hann sé aðeins búinn að skora þremur mörkum minna en Lionel Messi í deildinni.

„Cristiano er þremur mörkum frá Messi og ég vona að hann verði markahæstur. Það er mikilvægt að honum gangi vel. Þegar Cristiano gengur vel, þá gengur liðinu vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner