Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. maí 2015 09:47
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex: Blendnar tilfinningar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson þreytti frumraun sína í marki FC Nordsjælland þegar liðið tapaði 3-1 gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég er ánægður með að spila minn fyrsta leik en ég er mjög svekktur að við töpuðum 3-1. Þetta eru blendnar tilfinningar," sagði Rúnar við heimasíðu Nordsjælland eftir leik.

Rúnar Alex gekk til liðs við Nordsjælland í fyrra en þessi tvítugi markvörður vonast eftir að fá fleiri tækifæri á næstunni.

„Eftir að hafa prófað þetta vil ég halda áfram að spila alla leiki og nýta hvert tækifæri til að sýna að ég verðskulda að vera hér. Við þurfum að gera betur en í þessum leik."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Rúnar í heild en þar spreytir hann sig bæði í dönsku og ensku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner