Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. maí 2018 13:00
Ingólfur Stefánsson
Parma snýr aftur í Seríu A
Mynd: Getty Images
Ítalska stórliðið Parma mun snúa aftur í Seríu A, ítölsku úvarlsdeildina, á næsta tímabili. Liðið tryggði sig upp um deild þriðja árið í röð.

Parma tryggði sér 2. sæti í Seríu B á Ítalíu eftir 2-0 sigur á Spezia í gærkvöldi. Empoli sigraði deildina og fer einnig upp í Seríu A.

Á tíunda áratug síðustu aldar var Parma á meðal toppliða Ítalíu og í Evrópu. Liðið vann til að mynda UEFA bikarinn á árunum 1995 og 1999.

Árið 2015 var liðið dæmt niður í Seríu D í kjölfar mikilla fjárhagsvandræða en eins og áður segir tryggði liðið sig upp um deild þrjú ár í röð og er nú komið aftur í deild þeirra bestu á aðeins þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner