Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. ágúst 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonny Evans fer ekki ódýrt - Draxler ekki til sölu
Powerade
Jonny Evans er orðaður við Manchester City.
Jonny Evans er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Burnley vill kaupa Chris Wood.
Burnley vill kaupa Chris Wood.
Mynd: Getty Images
Kíkjum á helstu slúðurmola dagsins.



Síðasta tilboði Barcelona í Philippe Coutinho (25), leikmann Liverpool, var hafnað í gær. Tilboðið var upp á 119 milljónir punda. Barcelona hefði borgað Liverpool 80 milljónir punda fyrst, en kaupverðið gat hækkað í 119 milljónir með tímanum. (Mirror)

Chelsea vill 50 milljónir punda fyrir Diego Costa (28). Atletico Madrid er aðeins tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir hann. (Sun)

Manchester United mun leyfa markverðinum David de Gea (26) að fara til Real Madrid fyrir næsta tímabil ef þeir geta keypt Gianluigi Donnarumma (18) frá AC Milan í hans stað. (Sun)

Það er kominn pirringur í West Ham. Þeir eru pirraðir á því hvað það hefur tekið langan tíma að ganga frá kaupum á William Carvalho frá Sporting Lissabon. Sporting vill fá rúmar 5 milljónum punda meira en það sem West Ham er að bjóða í augnablikinu. (Telegraph)

Manchester City þarf að borga 30 milljónir punda hið minnsta fyrir Jonny Evans (29). (Times)

Pep Guardiola ætlar ekkert að stressa sig ef honum tekst ekki að landa Evans eða öðrum varnarmanni. Hann er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. (Daily Express)

Paris Saint-Germain ætlar ekki að selja Julian Draxler (23) í sumar. Þeir ætla ekki einu sinni að íhuga það. (ESPN FC)

Chelsea er enn að eltast við Antonio Candreva (30), leikmann Inter, en ítalska félagið er tilbúið að selja hann til Englandsmeistarana á 25 milljónir punda. (Mirror)

Tottenham er komið langt í viðræðum um kaup á argentíska miðverðinum Juan Foyth (19), frá Estudiantes fyrir upphæð í kringum 9 milljónir punda. (Guardian)

Burnley vill kaupa Chris Wood (25), sóknarmann Leeds, á 15 milljónir punda. Fyrsta tilboði Burnley í Wood, sem er gríðarlega öflugur markaskorari, var hafnað. (Mirror)

Harry Redknapp, stjóri Birmingham, vill enn kaupa Stewart Downing (33) frá Middelsbrough, en viðræður hafa hingað til verið mjög erfiðar. Lítið hefur gengið í þeim. (Talksport)

Gylfi Þór Sigurðsson (27) segist ekki sjá eftir neinu varðandi hegðun sína hjá Swansea áður en hann fór til Everton fyrir 40 milljónir punda í vikunni. (Times)
Athugasemdir
banner
banner