Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. september 2017 09:40
Magnús Már Einarsson
Vilja að hætt verði að syngja um lim Lukaku
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Kick It Out, samtök gegn kynþáttafordómum á Englandi, hafa haft samband við Manchester United og óskað eftir því að stuðningsmenn félagsins hætti að syngja ákveðið lag um framherjann Romelu Lukaku.

Í laginu er meðal annars sungið um að Lukaku sé með stóran getnaðarlim.

„Staðalímyndir tengdar fordómum eru aldrei ásættanlegar, jafnvel þó að það sé gert til að sýna leikmanninum stuðning," sagði í yfirlýsingu frá Kick It Out.

Manchester United segist ætla að vinna með Kick It Out í málinu.

Lukaku hefur raðað inn mörkum í byrjun tímabils og stuðningsmenn United hafa sungið mikið um hann í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner