Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 19. október 2017 15:26
Elvar Geir Magnússon
Bjöggi Stefáns: Rúnar þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Björgvin Stefánsson í búningi KR.
Björgvin Stefánsson í búningi KR.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður KR ásamt Kristni Jónssyni. Björgvin er þekktur markaskorari úr Inkasso-deildinni þar sem hann hefur raðað inn mörkum fyrir Hauka.

„Hún smellpassar!" sagði Björgvin eftir að hann var kominn í KR treyjuna.

„Þetta er stór klúbbur með mikla sögu. Þetta er einn stærsti klúbbur landsins ef ekki sá stærsti. Það er sigurhefð hér og ég vil taka þátt í henni."

„Þegar Rúnar (Kristinsson) hringdi varð ég strax mjög spenntur. Ég held að það hafi tekið hann einn fund til að sannfæra mig um að þetta væri rétti klúbburinn."

Björgvin spilaði í efstu deild með Val og Þrótti á síðasta tímabili en skoraði ekki mikið.

„Ég á algjörlega eftir að sanna mig í þessari deild. Ég hef trú á mér og tel mig geta spilað í henni, nú er komið að mér að sýna að ég get skorað í þessari deild."

Viðtalið við Björgvin er í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar talar hann meðal annars um eftirhermukeppni sem hann fór í við Hjörvar Hafliðason í útvarpsþætti á FM 957.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner