Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson ákvað að breyta til á sínum ferli og skrifaði hann undir samning við KR í dag. Hann kemur frá Breiðabliki og viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Kópavoginn.
Við byrjuðum á því að spyrja hann hvernig honum liði í KR treyjunni?
„Þetta er skrítið en mér líður vel og ég hlakka til að takast á við þessa nýju áskorun," segir Kristinn.
„Síðustu þrír dagar hafa verið langir hjá mér og ég hef hoppað fram og til baka með þessa ákvörðun. Mér fannst ég þurfa á nýju umhverfi að halda hérna á Íslandi. KR hafði hrikalegan áhuga, metnaðurinn og allt var heillandi."
„Ég er hrikalega spenntur að byrja. KR er með sterkt lið og sterkan hóp. Við stefnum á að taka titilinn á næsta ári."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir