Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 19. október 2017 18:25
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn: Það er okkar að fá fólk á völlinn
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR.

Óskar, sem er 33 ára, kom fyrst til KR 2007 þegar hann kom frá Grindavík. Hann hefur lengi verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.Á liðnu tímabili skoraði Óskar sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni.

„Maður hefur verið hérna lengi og orðinn helvíti mikill partur af öllu hérna. Manni líður vel og það verður vonandi framhald á því," segir Óskar sem viðurkennir að hafa fengið símtöl frá öðrum félögum.

„Það var eitthvað um það en hér er ég í dag og er spenntur fyrir því sem er í gangi núna hjá KR."

Óskar segir að liðið tímabilið hafi verið klár vonbrigði fyrir KR-inga en liðið hafnaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.

„Við áttum fína leiki inni á milli þar sem við sýndum góða spilamennsku en við náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það átta allir sig á því að þetta var ekki nógu gott."

„Það er okkar að fá fólk á völlinn og ég skil þegar fólk nennir ekki að mæta þegar liðið er ekki að sýna neitt sem er þess virði að horfa á. Það er okkar að breyta því og fá fólk með okkur. Við erum öll saman í þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Athugasemdir
banner