Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 19. október 2017 18:25
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn: Það er okkar að fá fólk á völlinn
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR.

Óskar, sem er 33 ára, kom fyrst til KR 2007 þegar hann kom frá Grindavík. Hann hefur lengi verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.Á liðnu tímabili skoraði Óskar sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni.

„Maður hefur verið hérna lengi og orðinn helvíti mikill partur af öllu hérna. Manni líður vel og það verður vonandi framhald á því," segir Óskar sem viðurkennir að hafa fengið símtöl frá öðrum félögum.

„Það var eitthvað um það en hér er ég í dag og er spenntur fyrir því sem er í gangi núna hjá KR."

Óskar segir að liðið tímabilið hafi verið klár vonbrigði fyrir KR-inga en liðið hafnaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.

„Við áttum fína leiki inni á milli þar sem við sýndum góða spilamennsku en við náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það átta allir sig á því að þetta var ekki nógu gott."

„Það er okkar að fá fólk á völlinn og ég skil þegar fólk nennir ekki að mæta þegar liðið er ekki að sýna neitt sem er þess virði að horfa á. Það er okkar að breyta því og fá fólk með okkur. Við erum öll saman í þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Athugasemdir
banner
banner