Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 19. október 2017 18:25
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn: Það er okkar að fá fólk á völlinn
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR.

Óskar, sem er 33 ára, kom fyrst til KR 2007 þegar hann kom frá Grindavík. Hann hefur lengi verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.Á liðnu tímabili skoraði Óskar sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni.

„Maður hefur verið hérna lengi og orðinn helvíti mikill partur af öllu hérna. Manni líður vel og það verður vonandi framhald á því," segir Óskar sem viðurkennir að hafa fengið símtöl frá öðrum félögum.

„Það var eitthvað um það en hér er ég í dag og er spenntur fyrir því sem er í gangi núna hjá KR."

Óskar segir að liðið tímabilið hafi verið klár vonbrigði fyrir KR-inga en liðið hafnaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.

„Við áttum fína leiki inni á milli þar sem við sýndum góða spilamennsku en við náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það átta allir sig á því að þetta var ekki nógu gott."

„Það er okkar að fá fólk á völlinn og ég skil þegar fólk nennir ekki að mæta þegar liðið er ekki að sýna neitt sem er þess virði að horfa á. Það er okkar að breyta því og fá fólk með okkur. Við erum öll saman í þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Athugasemdir
banner
banner
banner