Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
   fim 19. október 2017 15:57
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Björgvin gamaldags markaskorari sem getur skorað í Pepsi
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ánægður með liðsstyrkinn sem KR fékk í dag. Vesturbæjarfélagið samdi við Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Frostaskjóli.

„Maður reynir að velja leikmenn í þær stöður sem vantar í og þeir eru frábærir kostir sem voru á lausu. Björgvin hefur staðið sig mjög vel í 1. deildinni og ég tel að eigi mjög góða möguleika á að bæta sig sem leikmaður. Hann þarf tíma og við munum gefa honum hann. Vonandi nær hann að skora svipað og í 1. deildinni," segir Rúnar.

„Ég hef trú á því að hann geti skorað í Pepsi-deildinni. Þetta er mikill skrokkur og fæddur markaskorari. Hann er gamaldags markaskorari. Þetta er ungur strákur sem við viljum hjálpa að bæta sig."

Kristinn er þekkt stærð og allir vita hvað hann getur gert. Hann kemur frá Breiðabliki.

„Kristinn er á mjög góðum aldri og mjög reynslumikill. Hann hefur prófað að spila í Svíþjóð og erlendis. Ég held að hann hafi gott af því að breyta um umhverfi, fara út fyrir þægindarammann. Við erum að byggja upp nýtt lið og okkur vantaði vinstri bakvörð sem getur stutt við sóknarleikinn okkar. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er einn af okkar bestu bakvörðum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Rúnar meðal annars um efniviðinn sem er hjá KR og segir að félagið vilji halda dönsku leikmönnunum Tobias Thomsen og Andre Bjerregaard.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner
banner
banner