Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 19. október 2017 15:57
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Björgvin gamaldags markaskorari sem getur skorað í Pepsi
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ánægður með liðsstyrkinn sem KR fékk í dag. Vesturbæjarfélagið samdi við Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Frostaskjóli.

„Maður reynir að velja leikmenn í þær stöður sem vantar í og þeir eru frábærir kostir sem voru á lausu. Björgvin hefur staðið sig mjög vel í 1. deildinni og ég tel að eigi mjög góða möguleika á að bæta sig sem leikmaður. Hann þarf tíma og við munum gefa honum hann. Vonandi nær hann að skora svipað og í 1. deildinni," segir Rúnar.

„Ég hef trú á því að hann geti skorað í Pepsi-deildinni. Þetta er mikill skrokkur og fæddur markaskorari. Hann er gamaldags markaskorari. Þetta er ungur strákur sem við viljum hjálpa að bæta sig."

Kristinn er þekkt stærð og allir vita hvað hann getur gert. Hann kemur frá Breiðabliki.

„Kristinn er á mjög góðum aldri og mjög reynslumikill. Hann hefur prófað að spila í Svíþjóð og erlendis. Ég held að hann hafi gott af því að breyta um umhverfi, fara út fyrir þægindarammann. Við erum að byggja upp nýtt lið og okkur vantaði vinstri bakvörð sem getur stutt við sóknarleikinn okkar. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er einn af okkar bestu bakvörðum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Rúnar meðal annars um efniviðinn sem er hjá KR og segir að félagið vilji halda dönsku leikmönnunum Tobias Thomsen og Andre Bjerregaard.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner