Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   fim 19. október 2017 15:57
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Björgvin gamaldags markaskorari sem getur skorað í Pepsi
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ánægður með liðsstyrkinn sem KR fékk í dag. Vesturbæjarfélagið samdi við Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Frostaskjóli.

„Maður reynir að velja leikmenn í þær stöður sem vantar í og þeir eru frábærir kostir sem voru á lausu. Björgvin hefur staðið sig mjög vel í 1. deildinni og ég tel að eigi mjög góða möguleika á að bæta sig sem leikmaður. Hann þarf tíma og við munum gefa honum hann. Vonandi nær hann að skora svipað og í 1. deildinni," segir Rúnar.

„Ég hef trú á því að hann geti skorað í Pepsi-deildinni. Þetta er mikill skrokkur og fæddur markaskorari. Hann er gamaldags markaskorari. Þetta er ungur strákur sem við viljum hjálpa að bæta sig."

Kristinn er þekkt stærð og allir vita hvað hann getur gert. Hann kemur frá Breiðabliki.

„Kristinn er á mjög góðum aldri og mjög reynslumikill. Hann hefur prófað að spila í Svíþjóð og erlendis. Ég held að hann hafi gott af því að breyta um umhverfi, fara út fyrir þægindarammann. Við erum að byggja upp nýtt lið og okkur vantaði vinstri bakvörð sem getur stutt við sóknarleikinn okkar. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er einn af okkar bestu bakvörðum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Rúnar meðal annars um efniviðinn sem er hjá KR og segir að félagið vilji halda dönsku leikmönnunum Tobias Thomsen og Andre Bjerregaard.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner