Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
   fim 19. október 2017 18:25
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn: Það er okkar að fá fólk á völlinn
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Óskar í leik með KR-ingum á blautum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR.

Óskar, sem er 33 ára, kom fyrst til KR 2007 þegar hann kom frá Grindavík. Hann hefur lengi verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.Á liðnu tímabili skoraði Óskar sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni.

„Maður hefur verið hérna lengi og orðinn helvíti mikill partur af öllu hérna. Manni líður vel og það verður vonandi framhald á því," segir Óskar sem viðurkennir að hafa fengið símtöl frá öðrum félögum.

„Það var eitthvað um það en hér er ég í dag og er spenntur fyrir því sem er í gangi núna hjá KR."

Óskar segir að liðið tímabilið hafi verið klár vonbrigði fyrir KR-inga en liðið hafnaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.

„Við áttum fína leiki inni á milli þar sem við sýndum góða spilamennsku en við náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það átta allir sig á því að þetta var ekki nógu gott."

„Það er okkar að fá fólk á völlinn og ég skil þegar fólk nennir ekki að mæta þegar liðið er ekki að sýna neitt sem er þess virði að horfa á. Það er okkar að breyta því og fá fólk með okkur. Við erum öll saman í þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Athugasemdir