Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 19. október 2017 15:26
Elvar Geir Magnússon
Bjöggi Stefáns: Rúnar þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Björgvin Stefánsson í búningi KR.
Björgvin Stefánsson í búningi KR.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður KR ásamt Kristni Jónssyni. Björgvin er þekktur markaskorari úr Inkasso-deildinni þar sem hann hefur raðað inn mörkum fyrir Hauka.

„Hún smellpassar!" sagði Björgvin eftir að hann var kominn í KR treyjuna.

„Þetta er stór klúbbur með mikla sögu. Þetta er einn stærsti klúbbur landsins ef ekki sá stærsti. Það er sigurhefð hér og ég vil taka þátt í henni."

„Þegar Rúnar (Kristinsson) hringdi varð ég strax mjög spenntur. Ég held að það hafi tekið hann einn fund til að sannfæra mig um að þetta væri rétti klúbburinn."

Björgvin spilaði í efstu deild með Val og Þrótti á síðasta tímabili en skoraði ekki mikið.

„Ég á algjörlega eftir að sanna mig í þessari deild. Ég hef trú á mér og tel mig geta spilað í henni, nú er komið að mér að sýna að ég get skorað í þessari deild."

Viðtalið við Björgvin er í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar talar hann meðal annars um eftirhermukeppni sem hann fór í við Hjörvar Hafliðason í útvarpsþætti á FM 957.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner
banner