Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   fim 19. október 2017 15:57
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Björgvin gamaldags markaskorari sem getur skorað í Pepsi
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ánægður með liðsstyrkinn sem KR fékk í dag. Vesturbæjarfélagið samdi við Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Frostaskjóli.

„Maður reynir að velja leikmenn í þær stöður sem vantar í og þeir eru frábærir kostir sem voru á lausu. Björgvin hefur staðið sig mjög vel í 1. deildinni og ég tel að eigi mjög góða möguleika á að bæta sig sem leikmaður. Hann þarf tíma og við munum gefa honum hann. Vonandi nær hann að skora svipað og í 1. deildinni," segir Rúnar.

„Ég hef trú á því að hann geti skorað í Pepsi-deildinni. Þetta er mikill skrokkur og fæddur markaskorari. Hann er gamaldags markaskorari. Þetta er ungur strákur sem við viljum hjálpa að bæta sig."

Kristinn er þekkt stærð og allir vita hvað hann getur gert. Hann kemur frá Breiðabliki.

„Kristinn er á mjög góðum aldri og mjög reynslumikill. Hann hefur prófað að spila í Svíþjóð og erlendis. Ég held að hann hafi gott af því að breyta um umhverfi, fara út fyrir þægindarammann. Við erum að byggja upp nýtt lið og okkur vantaði vinstri bakvörð sem getur stutt við sóknarleikinn okkar. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er einn af okkar bestu bakvörðum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Rúnar meðal annars um efniviðinn sem er hjá KR og segir að félagið vilji halda dönsku leikmönnunum Tobias Thomsen og Andre Bjerregaard.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner
banner
banner