Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 19. október 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Elías með yfirburði í könnun á því hver eigi að verja mark Íslands
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðamál íslenska landsliðsins hafa verið talsvert til umræðu og Fótbolti.net var með skoðanakönnun á forsíðu þar sem spurt var hver ætti að vera aðalmarkvörður liðsins.

Áhugavert er að Elías Rafn Ólafsson fékk algjöra yfirburðakosningu eða 56% atkvæða. Hákon Rafn Valdimarsson hjá Elfsborg í Svíþjóð var í öðru sæti með 21% atkvæða.

   17.10.2023 13:00
Elías Rafn: Á að vera númer eitt þegar ég kem til baka

Rúnar Alex Rúnarsson, sem hefur verið aðalmarkvörður Íslands í þessari undankeppni, er aðeins í þriðja sæti í þessari könnun með 14% atkvæða.

„Ég talaði við Fjalar [markmannsþjálfara landsliðsins] um að leyfa öðrum þeirra að spila. Rúnar hefur verið stöðugur og spilað alla leiki, en nú er komin upp sú staða að Rúnar er ekki að spila reglulega hjá Cardiff á meðan Elías er að spila mjög vel með Mafra. Ég veit að þeir sýna ekki leiki úr þessari deild í íslensku sjónvarpi, en ég hef séð hann spila og sömuleiðis Hákon sem er að spila mjög vel með Elfsborg," sagði Age Hareide eftir leikinn gegn Liechtenstein en Elías var í rammanum í þeim leik.

„Þetta var mjög erfitt því Hákon hefur gert frábærlega fyrir Elfsborg og ég hef sent njósnara til að fylgjast með honum og hann er að mæla með því að ég spili honum. Ég hef sjálfur séð leiki með Elfsborg og hann hefur verið góður, en Elías er með aðeins meiri reynslu með landsliðinu en Hákon og því ákváðum við að velja Elías í þetta sinn."

   16.10.2023 23:32
Útskýrði af hverju hann valdi Elías fram yfir Hákon

Athugasemdir
banner
banner