Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 19. október 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Haugesund Avis 
Óskar Hrafn: Hlakka til að fara inn í faglegt umhverfi
Ef félagið hefði viljað það þá hefði ég getað byrjað núna
Ef félagið hefði viljað það þá hefði ég getað byrjað núna
Mynd: Haugesund
Ég er ánægður með það og ánægður með traustið sem ég hef fengið
Ég er ánægður með það og ánægður með traustið sem ég hef fengið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka til að fara inn í faglegt umhverfi, vinna með leikmönnunum á þann hátt sem við höfum ekki möguleika á að gera á Íslandi
Ég hlakka til að fara inn í faglegt umhverfi, vinna með leikmönnunum á þann hátt sem við höfum ekki möguleika á að gera á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hafði áhuga á að fá Óskar sem sinn þjálfara.
KR hafði áhuga á að fá Óskar sem sinn þjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á mánudag var Óskar Hrafn Þorvaldsson tilkynntur sem nýr þjálfari Haugesund í Noregi. Hann mun taka við stjórnartaumunum þegar tímabilið 2023 klárast og semur hann til þriggja ára.

Hann ræddi við Haugesund Avis í vikunni um nýja starfið.

Var með tilboð frá ÍSlandi
„Ég átti tvo góða daga hér og kynntist félaginu og fólkinu. Þegar þeir spurðu á eftir hvort ég vildi taka við sem þjálfari var það auðveld ákvörðun fyrir mig," segir Óskar.

Hann var orðaður við þjálfarastarfið hjá KR áður en hann ráðinn til FK Haugesund.

„Ég var með önnur tilboð á Íslandi. En þegar FKH kom upp þá var enginn vafi. Mig langaði að fara til útlanda til að þroskast, bæði sem þjálfari og manneskja."

Íþróttastjóri FKH sagði þegar Óskar var ráðinn að hann hefði verið fyrsti kostur félagsins.

„Það er gaman að heyra, ég er ánægður með það og ánægður með traustið sem ég hef fengið."

Með breiðan og öðruvísi bakgrunn en margir þjálfarar
Óskar var næst spurður út í sinn feril til þessa. „Ég hef unnið í sex ár sem aðalþjálfari í meistaraflokki, þar af í fjögur í efstu deild og farið í 25 Evrópuleiki. Auk þess hef ég starfað við fjölmiðla í 16 ár, meðal annars rak ég sjónvarspsstöð í gegnum fjármálakreppuna 2008. Þá unnum við sennilega 150 daga í röð í miklu álagi. Ég er með breiðan bakgrunn og annan bakgrunn en margir þjálfarar sem ég keppi við. Það eru þjálfarar með meiri reynslu en ég, en ég hef aðra reynslu og hef lært hluti sem maður lærir ekki í fótbolta."

Á Íslandi eru menn hálfatvinnumenn, eru í vinnu eða námi samhliða boltanum. Nýr raunveruleiki bíður Óskars í Noregi.

„Ég hlakka til að fara inn í faglegt umhverfi, vinna með leikmönnunum á þann hátt sem við höfum ekki möguleika á að gera á Íslandi. Og prófa mig gegn góðum liðum og mjög góðum þjálfurum í Eliteserien. Það verður frábært."

„Metnaður minn er að byggja upp lið með stefnu sem rímar við stefnu félagsins. Lið sem félagið og stuðningsmenn geta verið stoltir af. Lið með skýra sjálfsmynd, þar sem allt snýst um vinnu, mikla ákefð og að vera erfiðir að spila á móti. Ef við getum komist þangað, þá kemur fótboltinn af sjálfu sér. En það byrjar og endar með vilja til að leggja hart að sér og hlaupa hratt."


Var tilbúinn að byrja strax
Óskar tekur ekki við sem þjálfari fyrr en eftir tímabilið en hefur þó störf 1. nóvember. Hann segir að hann hefði verið tilbúinn að taka strax við ef það hefði verið ósk ráðamanna hjá félaginu.

„Ef félagið hefði viljað það þá hefði ég getað byrjað núna. Það var undir klúbbnum komið. Þeir þekkja aðstæðurnar, leikmennina og allt betur en ég. Þannig að ég er sammála þeirri ákvörðun," segir Óskar sem hefur séð leiki hjá Haugesund að undanförnu.

„Ég held að liðið sé að sýna framfarir. Þeir léku vel í síðustu tveimur leikjum, sérstaklega gegn Strømsgodset. Liðið vex og verður betra með hverjum deginum. Fyrir mig er gaman að vera í skugganum á meðan ég læri um leikmennina og félagið."

Óskar var spurður hvort það gæti myndast pressa á að hann taki við ef úrslitin í næstu leikjum liðsins verða óhagstæð. Haugesund er í fallbaráttu í efstu deild, liðið er sem stendur stigi fyrir ofan fallumspil þegar sex leikir eru eftir af deildinni.

„Það er enginn sem býst við því eða vonar að það gerist. Við tökum á því ef þetta þróast þannig."

Óskar einn eftir á 40 manna lista
Eirik Opedal er íþróttastjóri Haugesund og segir hann að þegar leitin að nýjum þjálfara hófst með 40 manna lista.

„Svo duttu nokkrir út af leikstíl og stefnu okkar. Svo urðu þetta 7-8 nöfn. Svo voru þrír sem við ræddum við."

Eftir að Óskar heimsótti félagið í síðustu viku varð hann fyrir valinu.

„Þetta snýst um prófílinn hans, hans leikstíl, það sem hann stendur fyrir og persónuleika hans. Við lítum á það sem plús að hann hafi starfað við aðra hluti í nokkur ár, m.a. sem stjórnandi. Hann er maður með lífsreynslu," segir Opedal.
Athugasemdir
banner
banner
banner