Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 19. nóvember 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Squawka | FI 
Forseti Antalyaspor segir Pirlo og Ronaldinho á leið til félagsins
Mynd: Getty Images
Tyrkneskir fréttamiðlar keppast við að greina frá ummælum sem Gultekin Gencer, eigandi Antalyaspor, lét út úr sér fyrr í vikunni.

Gencer sagði að Andrea Pirlo og Ronaldinho væru líklega á leið til félagsins, en þeir eru báðir lausir og liðugir sem stendur.

Pirlo byrjaði ekki vel í MLS deildinni þar sem hann, Frank Lampard, David Villa og félagar í New York City FC áttu hræðilegt tímabil. Nú er tímabilinu lokið í Norður-Ameríku og Pirlo fær því gott frí, sem hann gæti nýtt til að halda sér í leikformi með öðru félagi.

Ronaldinho er aftur á móti samningslaus eftir að samningi hans við Fluminese í Brasilíu var rift í september.

„Við töluðum við umboðsmanninn hans Pirlo og ég sé ekki hvers vegna hann ætti að hafna þessu tilboði," sagði Gencer. „Umboðsmaðurinn er búinn að gefa okkur grænt ljós.

„Við fundum reglulega með Ronaldinho og hann er jákvæður fyrir að klæðast litum félagsins."

Athugasemdir
banner