ÍBV hefur samið við varnarmanninn Ignacio Fideleff, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Ignacio er Argentínumaður og á að baki fjölda leikja með U20 ára
landsliði Argentínu.
Ungur að aldri var hann seldur til Napoli frá uppeldisfélagi sínu
Newell‘s Old Boys í Argentínu, en hann hefur leikið með félögum á borð við Parma, Maccabi Tel Aviv, Ergotelis og Napoli.
Hinn 28 ára gamli Ignacio á leiki með Napoli og Parma í Seríu A, sem er efsta deildin á Ítalíu.
Ignacio er Argentínumaður og á að baki fjölda leikja með U20 ára
landsliði Argentínu.
Ungur að aldri var hann seldur til Napoli frá uppeldisfélagi sínu
Newell‘s Old Boys í Argentínu, en hann hefur leikið með félögum á borð við Parma, Maccabi Tel Aviv, Ergotelis og Napoli.
Hinn 28 ára gamli Ignacio á leiki með Napoli og Parma í Seríu A, sem er efsta deildin á Ítalíu.
„Um er að ræða áræðinn, örfættan og baráttuglaðan varnarmann, sem hefur karakter og metnað til að setja ÍBV í fremstu röð á ný á fimmtugasta tímabili félagsins í efstu deild," segir í tilkynningu ÍBV.
Á síðasta tímabili endaði ÍBV í níunda sæti Pepsi-deildarinnar auk þess sem liðið varð bikarmeistari.
Komnir:
Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó.
Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
Yvan Erichot frá Pafos
Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í Þór
David Atkinson til Englands
Hafsteinn Briem
Jónas Þór Næs
Mikkel Maigaard Jakobsen
Pablo Punyed í KR
Renato Punyed
Athugasemdir