„Ég er mjög spenntur. Þetta er tækifæri fyrir mig að verða betri leikmaður í Pepsi-deildinni," sagði Dagur Austmann Hilmarsson eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV í dag.
Dagur kemur til ÍBV frá Stjörnunni en þar fékk hann aldrei séns í Pepsi-deildinni.
„Þetta er tækifæri fyrir mig að sýna mig í deildinni og sýna hver ég er sem leikmaður. Þetta verður mjög skemmtilegt."
Dagur kemur til ÍBV frá Stjörnunni en þar fékk hann aldrei séns í Pepsi-deildinni.
„Þetta er tækifæri fyrir mig að sýna mig í deildinni og sýna hver ég er sem leikmaður. Þetta verður mjög skemmtilegt."
Ágúst Leó Björnsson kom einnig til ÍBV frá Stjörnunni í síðustu viku en þeir voru báðir á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar.
„Við munum búa saman. Þetta verður ævintýri að vera þarna í Eyjunni."
Máni Austmann, bróðir Dags, er í Stjörnunni.„Ég mun sakna hans eitthvað en ég get lifað án hans. Þetta verður fínt," sagði Dagur léttur í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir