Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 08. nóvember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Leó flytur til Eyja: Er með hausinn rétt stilltan
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Þetta er rétta skrefið. Ég fæ tækifæri til að sýna mig í efstu deild, ég flyt til Eyja og fer 100% í þetta," sagði Ágúst Leó Björnsson, nýjasti leikmaður ÍBV er hann ræddi við fréttamann Fótbolta.net í höfuðstöðvum Eimskips í dag.

Ágúst Leó skrifaði undir þriggja ára samning en hann kemur til ÍBV frá Stjörnunni.

Hann segir að það hafi ekki verið inn í myndinni að vera áfram í Garðabænum.

„Nei, mér fannst það ekki. Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta vera eina leiðin, þeir höfðu trú á mér og ég ætla að sanna mig."

Ágúst Leó er tvítugur en hann var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar. Þar skoraði Ágúst þrettán mörk í tuttugu leikjum en hann kom til baka í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa í 2. flokki Stjörnunnar árið 2016. Hann telur sig tilbúinn í Pepsi-deildina.

„Ég tel mig tilbúinn að spila í Pepsi-deildinni og hef getuna í það. Ég er góður leikmaður."

Ágúst flytur úr bænum til Vestmannaeyja í janúar, en það eru ekki margir strákar á hans aldri sem hefðu hent sér í það. Af hverju treystir hann sér persónulega í það?

„Ég er með hausinn rétt stilltan. Ég flyt í byrjun janúar og klára skólann þar. Ég hef búið einn frá því ég var 17 ára."

„Markmiðið er að gera sem best fyrir ÍBV, ég ætla að reyna að skora mörk, sanna mig og verða Eyjamaður," sagði hann í lokin.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner