Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 08. nóvember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Leó flytur til Eyja: Er með hausinn rétt stilltan
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Ágúst Leó í búningi ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Þetta er rétta skrefið. Ég fæ tækifæri til að sýna mig í efstu deild, ég flyt til Eyja og fer 100% í þetta," sagði Ágúst Leó Björnsson, nýjasti leikmaður ÍBV er hann ræddi við fréttamann Fótbolta.net í höfuðstöðvum Eimskips í dag.

Ágúst Leó skrifaði undir þriggja ára samning en hann kemur til ÍBV frá Stjörnunni.

Hann segir að það hafi ekki verið inn í myndinni að vera áfram í Garðabænum.

„Nei, mér fannst það ekki. Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta vera eina leiðin, þeir höfðu trú á mér og ég ætla að sanna mig."

Ágúst Leó er tvítugur en hann var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar. Þar skoraði Ágúst þrettán mörk í tuttugu leikjum en hann kom til baka í sumar eftir að hafa fótbrotnað illa í 2. flokki Stjörnunnar árið 2016. Hann telur sig tilbúinn í Pepsi-deildina.

„Ég tel mig tilbúinn að spila í Pepsi-deildinni og hef getuna í það. Ég er góður leikmaður."

Ágúst flytur úr bænum til Vestmannaeyja í janúar, en það eru ekki margir strákar á hans aldri sem hefðu hent sér í það. Af hverju treystir hann sér persónulega í það?

„Ég er með hausinn rétt stilltan. Ég flyt í byrjun janúar og klára skólann þar. Ég hef búið einn frá því ég var 17 ára."

„Markmiðið er að gera sem best fyrir ÍBV, ég ætla að reyna að skora mörk, sanna mig og verða Eyjamaður," sagði hann í lokin.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner