Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. maí 2018 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Khelaifi: Neymar fer ekki í sumar
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, harðneitar sögusögnum sem segja Neymar vera á för frá Frakklandsmeisturunum.

Neymar hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í spænsku deildina aðeins ári eftir að hann fór frá Barcelona til PSG en Khelaifi segir ekkert vera til í orðrómunum.

„Það er öruggt, ég hef sagt þetta 10 þúsund sinnum, Neymar verður áfram hjá PSG. Ég er orðinn þreyttur á að leiðrétta þessa orðróma," sagði Khelaifi.

„Faðir Neymar sagði mér að framtíð sonar hans er í París. Neymar nennir ekki að hlusta á spænsku miðlana sem bulla. Þið getið kennt ykkur sjálfum um ef þið kjósið að trúa þeim."

PSG varð þrefaldur meistari í Frakklandi í ár en komst aðeins í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, þar sem liðið tapaði 5-2 fyrir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner