Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Moli ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs (Staðfest)
Mynd: Magni Grenivík
Kristján Sigurólason, eða Moli eins og hann er gjarnan kallaður, verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Hinn 29 ára gamli Moli verður einnig þjálfari 2. flokks karla hjá Þór en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær.

Moli er uppalinn hjá Þór en hann hóf meistaraflokksferil sinn hjá félaginu.

Síðastliðið sumar var Moli spilandi aðstoðarþjálfari hjá Magna sem fór upp úr 2. deildinni.

Lárus Orri Sigurðsson þjálfar Þór annað tímabilið í röð næsta sumar. Kristján Örn, bróðir hans, var spilandi aðstoðarþjálfari Þórs síðastliðið sumar.

Kristján Örn flutti eftir sumarið til Noregs og Moli hefur nú verið ráðinn í stað hans.

Hér að neðan má sjá viðtal við Mola af heimasíðu Þórs.


Athugasemdir
banner
banner