Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. febrúar 2018 15:16
Elvar Geir Magnússon
Dyer fær verðskuldað pepp frá ókunnugu fólki
Dyer er fyrrum leikmaður Newcastle og enska landsliðsins.
Dyer er fyrrum leikmaður Newcastle og enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Fyrr í þessum mánuði steig Kieron Dyer fram og opinberaði að hann hefði lent í hryllilegri misnotkun þegar hann var að alast upp.

Dyer er 39 ára en hafði haldið leyndarmálinu fyrir sjálfan sig í 20 ár áður en hann ákvað að gefa út ævisögu sína.

Dyer varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu fjölskyldumeðlims en segir að það hafi gefið sér mikið að opna sig um þetta skelfilega mál.

„Ókunnugt fólk hefur stöðvað mig úti á götu. Einn maður sagði að hann hefði haldið málum leyndum í 45 ár en eftir að hann hafi séð mína sögu hafi hann sagt fjölskyldunni frá þessu. Ég er svo ánægður ef saga mín hefur þessi áhrif," segir Dyer.

„Um tíu ókunnugir einstaklingar hafa komið að máli við mig úti á götu og hrósað mér fyrir hugrekkið í því að stíga fram."

Kynferðisbrot gagnvart ungum strákum í fótbolta hafa mikið verið í umræðunni á Englandi, sérstaklega í tengslum við má Barry Bennell sem dæmdur var í 31 árs fangelsi á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner